A kvenna | Ísland – Ungverjaland á laugardaginn

Stelpurnar okkar koma saman til æfinga í dag og hefst þá formlega undirbúningur þeirra fyrir viðureignir liðsins gegn Ungverjalandi í umspili um laust sæti á HM  2023. Liðið leikur fyrri leikinn að Ásvöllum á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 16:00. Frítt verður inn í boði Icelandair en leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Síðari leikur liðanna fer fram í Ungverjalandi 12. apríl.

Það lið sem vinnur einvígið tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður 30. nóvember til 17. desember í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Fyllum Ásvelli og styðjum stelpurnar okkar!