A kvenna | Ísland – Svíþjóð á miðvikudaginn

Stelpurnar okkar leika gegn Svíþjóð að Ásvöllum n.k. miðvikudag í undankeppni EM 2024. Leikurinn er þriðji leikur liðsins í undankeppninni en Ísland vann fyrstu tvo leiki sína gegn Lúxemborg og Færeyjum. Leikurinn gegn Svíþjóð hefst kl. 19:30 og frítt er inn á leikinn í boði Arion banka.

Fyllum Ásvelli og styðjum stelpurnar okkar!!