A kvenna | Ísland – Slóvenía í dag

Stelpurnar okkar hefja leik í dag á HM 2023 er þær mæta Slóveníu kl. 17:00. Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV.
Liðið tók létta styrktaræfingu í morgun og eftir hádegi verður þjálfarateymið með liðsfund þar sem farið verður yfir síðustu atriðin fyrir leikinn.

Mikill fjöldi stuðningsmanna hefur fylgt liðinu til Stavanger. Íslendingar sjást hér víða um borgina í landsliðstreyjum og með fána og gleðin virðist vera allsráðandi. Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ ætlar að tryggja að stelpurnar fái frábæran stuðning úr stúkunni á leiknum.
Upphitun stuðningsmanna fer fram á Beverly Hils Fun Club í dag frá kl. 14:00.

Fjölmiðlar standa vaktina á meðan á mótinu stendur og eru hér fulltrúar frá RÚV, Stöð2/Visir, handbolti.is, Mbl.is og Kvennakastið.

Eftrirvæntingin og spennan fyrir leiknum er mikil jafnt hjá stuðningsmönnum og leikmönnum liðsins. Kvennalandsliðið tók síðast þátt í lokakeppni HM árið 2011 í Brasilíu.
Stelpurnar eru staðráðnar í að leggja allt í sölurnar og um leið njóta þess að spila fyrir íslensku þjóðina í dag.