A kvenna | Hildigunnur komin í 100 landsleiki

Þegar stelpurnar okkar mættu Frökkum í öðrum leik sínum í D-riðli á HM spilaði Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Vals sinn 100. A landsleik fyrir hönd Íslands. Hildigunnur spilaði sinn fyrsta landsleik 1. nóvember 2006 í vináttulandsleik gegn Hollandi. Í þeim leik skoraði hún 5 mörk.

Við óskum Hildigunni til hamingju með áfangan.
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ afhenti Hildigunni blóm og úr að gjöf frá HSÍ fyrir landsleikinn í gær.