A kvenna | Heimsókn til forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands bauð stelpunum okkar á Bessastaði í tilefni af þátttöku þeirra á HM 2023 í handbolta. Forseti Íslands hóf mótttökuna með ávarpi þar sem hann þakkaði Íslenska landsliðinu fyrir þátttöku þeirra á HM en forseti Íslands var viðstaddur leik íslenska liðsins þegar þær léku gegn Angóla í Stavanger 4. desember. Sagði forseti Íslands m.a. að með þátttöku á stórmóti væri markað fyrsta skref að enn frekari uppbyggingu kvennahandboltans á Íslandi.

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ tók einnig til máls og þakkaði Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands fyrir boðið og stuðning hans við landslið Íslands í handbolta. Sagði Guðmundur að tekið væri eftir því innan aðildarþjóða handboltans að þjóðhöfðingi Íslands mætti til að styðja landslið Íslands á stórmótum.

HSÍ og A landslið Íslands þakka forseta Íslands fyrir boðið á Bessastaði.