A kvenna | Góður dagur að baki í Lúxemborg

Þétt dagskrá var í dag hjá stelpunum okkar í Lúxemborg þar sem þær undabúa sig fyrir næst síðasta leik sinn í undankeppni EM 2024. Fyrir hádegi í var styrktaræfing og fundur með þjálfarateyminu.
 
Eftir hádegismat var slakað aðeins á og seinni partinn í dag var annar fundur áður en haldið var á handboltaæfingu. Liðið æfði í keppnishöllinni sem heitir Centre National Sportif Et Culturel og er hún öll hin glæsilegasta.

Allir leikmenn tóku þátt í æfingum dagsins og er létt yfir hópnum en um leið einbeitingin til staðar.

Leikurinn gegn Lúxemborg á morgun hefst 16:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV.