A kvenna | Fylgdu stelpunum okkar til Færeyja

Stelpurnar okkar leika gegn Færeyjum í Þórshöfn í undankeppni EM 2024 15. Október nk.. HSÍ hefur í samstarfi við Icelandair ákveðið að bjóða stuðningsmönnum liðsins að fylgja liðinu til Færeyja. Leiguvél Icelandair flýgur frá Reykjavíkurflugvelli 14. okt. Kl. 09:00 og til baka frá Færeyjum kl. 21:00 15. okt, áætluð lending í Reykjavík verður 21:50.

Stuðningur við stelpurnar hefur verið frábær á heimavelli liðsins síðustu ár og gefst stuðningsmönnum tækifæri á að fylgja liðinu til Færeyja. Verðið fyrir flugið er 65.000 kr og innifalið er flug til Færeyja og flugvallarskattar, 40 sæti verða í boði fyrir stuðningsmenn Íslands í vélinni!

Frekari upplýsingar veitir Kjartan Vídó, markaðsstjóri HSÍ í gegnum netfangið kjartanv@hsi.is