A kvenna | Frábær frammistaða dugði ekki til

Stelpurnar okkar léku í kvöld síðari umspilsleiksleik sinn um laust sæti á HM 2023 gegn Ungverjum í Érd Arena í úthverfi Búdapest. Þrátt fyrir hetjulega baráttu liðsins á vellinum í kvöld er draumur liðsins úti eftir að liðið tapaði 34 – 28. Þrátt fyrir tap gegn sterku Ungversku liði spilaði íslenska liðið frábærlega í kvöld. Liðið náði að minnka muninn niður í eitt mark undir lok leiksins en það dugði ekki til og unnu Ungverjar að lokum.

Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ mætti til Ungverjalands til að styðja við bakið á íslenska liðinu sem skilaði sér vel inn á völlinn til leikmanna. HSÍ vill þakka Sérsveitinni og Íslensku Klínikinni í Búdapest sem bauð Sérsveitinni upp á hótel gistingu í ferðinni þeirra.

+