A kvenna | Fjölskylduhittingar og endurheimt

Dagurinn í dag hjá íslenska liðinu fór að mestu leiti í endurheimt og undirbúning fyrir verkefni morgundagsins. Eftir góðan morgunmat tóku stelpurnar styrktaræfingar sem styrktarþjálfari liðsins, Hjörtur Hinriksson stjórnaði.

Íslenska fjölmiðlasveitin hitti stelpurnar eftir hádegismat á hótelinu. Að því loknu fengu stelpurnar frjálsan tíma yfir daginn. Flestar fóru og hitti vini og fjölskydur sínar sem eru á svæðinu.

Seinnipartinn tók svo hluti liðsins létta skotæfingu undir stjórn Ágústar aðstoðarþjálfara og Hlyns Morthens markmannsþjálfara. Síðar í kvöld er svo liðsfundur ásamt sjúkraþjálfun og afslöppun.

Verkefni morgundagsins er ærið en um leið spenanndi – sjálfir Ólympíumeistararnir, Frakkland bíða. Stelpurnar eru staðráðnar í að taka allt það jákvæða með sér úr leiknum gegn Slóveníu inn í þá baráttu.

Á morgun, Ísland – Frakkland klukkan 17:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.