A kvenna | Fjögurra marka tap gegn Ungverjum

Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við 21-25 tap í dag gegn Ungverjum en leikurinn fór fram á Ásvöllum.

Staðan í hálfleik var 10-14, Ungverjum í vil.

Þetta er annar leikurinn við Ungverja en síðari leikurinn fer fram í Ungverjalandi á miðvikudaginn.

Það var frábær stemning á Ásvöllum en frítt var á leikinn í boði Icelandair.