A kvenna |10 marka tap gegn Noregi

Stelpurnar okkar léku í dag gegn heims- og evrópumeisturum Noregs á Posten Cup. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og eftir 15 mínútna leik var staðan 8 – 5 þeim í norsku í vil. Þá tók við slæmur kafli íslenska liðsins og gríðarlega sterkt lið Noregs nýtti sér það vel. Staðan í hálfleik var 20 – 8 fyrir heimaliðið.

Íslenska liðið lék mun betur í síðari hálfleik og stóð Hafdís Renötudóttir sig frábærlega í markinu. Hafdís endaði leikinn með 9 varða bolta. Þegar dómarar leiksins flautuðu til leiksloka var staðan 31 – 21.

Mörk Íslands í dag skoruðu:
Sandra Erlingsdóttir 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Andrea Jacobsen 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 1 og Thea Imani Sturludóttir 1 mark.

Hafdís Renötudóttir varði 9 skot og Elín Jóna Þorsteinsdóttir 1 skot.

Á morgun leikur Ísland gegn Angóla. Leikurinn hefst klukkan 16:15 og er hann í beinni útsendingu á RÚV.