A karla | Ýmir Örn Gíslason í banni á morgun

EHF hefur sent HSÍ tilkynningu um að Ýmir Örn Gíslason hafi verið úrskurðaður í eins leiks bann. Ýmir braut af sér í byrjun leiks gegn Króatíu í gær og fékk beint rautt spjald. Ýmir Örn tekur leikbannið út á morgun gegn Austurríki.