A karla | Uppselt á Ísland – Eistland

Rétt í þessu kláruðust síðustu miðarnir á leik Íslands og Eistlands í umspili um laust sæti á HM 2025. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:30.

Fyrir þá stuðninsgmenn Íslands sem fengu miða þá ætlar Boozt einn af aðalbakhjörlum HSÍ ætlar að blása til upphitunar í andyri Laugardalshallar frá kl. 18:00 í dag. Andlitsmálun, lukkuhjól, hraðamælingar, popp fyrir alla og margt fleira í boði. Leikurinn hefst kl. 19:30 og því tilvalið að mæta snemma og hita upp fyrir leikinn saman í boði Boozt.