A karla | Upphitun í Minigarðinum fyrir leik

Strákarnar okkar leika við Tékka á morgun í Laugardalshöll en Minigarðurinn ætlar að bjóða upp á Fanzone fyrir leik. Upphitunin á Minigarðinum hefst kl. 13:00, Sérsveitin stuðningssveit HSÍ mætir á svæðið og keyrir upp stemninguna, andlitsmálun verður í boði og 20% HSÍ afsláttur verður af öllum veitingum og minigólfi (nema öðrum tilboðum og pílunni) fyrir leik. Krakkarnir sem mæta í Minigarðinn fá nammi poka frá Nóa Sírus frítt meða birgðir endast.

Logi Geirsson mætir í Minigarðinn kl. 14:00 og fer yfir leik Íslands og Tékklands.

Mætum vel undirbúin í Laugardalshöll eftir frábæra upphitun í Minigarðinum.