A karla | Tap í Tékklandi niðurstaðan

Strákarnir okkar þurftu að sætta sig við 5 marka tap gegn Tékklandi 22-17 þar sem leikið var ytra.

Næsti leikur strákanna er á sunnudaginn þar sem liðin mætast á nýjan leik. Sá leikur fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 16:00. Miðasala á leikinn hefur gengið ótrúlega vel og má reikna með stútfullri höll.

Styðjum strákana okkar! 🇮🇸