A karla | Strákarnir komnir til Tallinn

Strákarnir okkar héldu af landi brott í morgun er landsliðið flaug með Icelandair til Finnlands og þaðan áfram til Tallinn í Eistlandi. Leikmannahópurinn sem fót út í morgun er óbreyttur frá því í leiknum á miðvikudaginn.

Eftir að landsliðið hafði komið sér fyrir á hótelinu og fengið létta máltíð var haldið á æfingu í keppnishöllinni. RÚV fylgir liðinu út og var byrjað á viðtölum áður en þjálfarateymið og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkra- og styrktarþjálfari stýrðu góðri æfingu. Mikill léttleiki var á æfingunni í dag en fókusinn á réttum stað.

Seinni leikur Íslands og Eistlands í umspili um laust sæti á HM 2025 fer fram á morgun kl. 15:00 Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.