A karla | Strákarnir hefja undirbúning

Strákarnir okkar komu saman í dag fyrir umspilsleik Íslands gegn Eistlandi á miðvikudaginn.Fjölmiðlar fengu landsliðsþjálfarann og leikmenn í viðtöl fyrir æfingu og þessa stundina æfir liðið saman í Safamýri.

Aron Pálmarsson er meiddur og verður ekki með landsliðinu í leikjunum tveimur. Haukur Þrastarsson og Elvar Örn Jónsson æfðu ekki með liðinu í dag.

Snorri Steinn hefur kallað Elvar Ásgeirsson leikmann Ribe-Es­bjerg inn í hópinn. Til stuðnings í dag tóku þátt í æfingunni Jóhannes Berg Andrason og Einar Bragi Aðalsteinsson leikmenn FH og Benedikt Gunnar Óskarsson úr Val.

Leikurinn gegn Eistlandi á miðvikudaginn hefst kl. 19:30. Miðasala er á https://tix.is/is/event/17349/island-eistland/