A karla | Sæti á HM 2025 tryggt

Strákarnir okkar hafa tryggt sér sæti á HM 2025 eftir sigur Íslands í dag á Eislandi í Tallinn. Samtals vann Íslands umspilið gegn Eistlandi 87 – 49 en leikurinn í dag endaði 37 – 24.

Dregið verður í riðla fyrir HM 2025 28. maí nk. en mótið verður haldið í Noregi, Danmörku og Króatíu.

Mörk Íslands í dag skoruðu:
Ómar Ingi Magnússon 7, Orri Freyr Þorkelsson 7, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Viggó Kristjánsson 4, Elvar Ásgeirsson 2, Bjarki Már Elísson 2, Janus Daði Smárason 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1 og Elliði Viðarsson 1 mark.

Björgvin Páll Gústavsson varði 7 skot og þar af 1 vítaskot, Ágúst Elí Björgvinsson varði 4 skot.

Ljósmyndir: Eistneska handknattleikssambandið