Miðasala á leiki Íslands á HM hefur gengið vonum framar og nú er svo komið að allir þeir miðar sem HSÍ hafði yfir að ráða eru uppseldir, hvort sem er á riðlakeppnina í Kristianstad eða milliriðilinn í Gautaborg.

Hins vegar er ennþá hægt að kaupa miða á heimasíðu mótshaldara, https://handball23.com/tickets-sweden/

12. janúar Ísland – Portúgal kl.19.30

14. janúar Ísland – Ungverjaland kl.19.30

16. janúar Ísland – Suður Kórea kl.17.00

Komist íslenska liðið áfram í milliriðil eru leikdagarnir 18., 20. og 22. janúar en tímasetningar liggja ekki fyrir fyrr en að lokinni riðlakeppni í Kristanstad.