A karla | Miðasala á EM 2024

Miðasala á leiki Íslands á EM 2024 er hafin.

Að þessu sinni fer öll miðasala á mótið í gegnum mótshaldara án aðkomu HSÍ. Þeir stuðningsmenn Íslands sem ætla að fylgja liðinu út fara inn á eftirfarandi slóð: https://www.eventim.de/en/promotion/mens-ehf-euro-2024-mun-c-team-a-121559/?affiliate=HB4 og setja kóðan EURO-ISL í Promotion code hólfið. Þá birtast þau sæti sem frátekin eru fyrir stuðningfólk Íslands.

Eingöngu verða seldir miðar á alla leiki riðilsins og eru þetta dagpassar á alla leiki þriðja riðils.

Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi:
12. jan Ísland – Serbía
14. jan Ísland – Svartfjallaland
16. jan Ísland – Ungverjaland

Icelandair, bakhjarl HSÍ býður upp á dagleg flug beint til Munchen og er betra að bóka flugsætið fyrr en seinna því áhuginn á mótinu er mikill.