A karla | Leikdagur í Tallinn

Strákarnir okkar leika síðari umspilsleik sinn um laust sæti á HM 2025 gegn Eistum í dag í Tallinn. Ísland sigraði fyrir leikinn sem leikinn var í  í Laugardalshöll á miðvikudaginn 50 – 25 en sameiginleg úrslit þessa tveggja leikja skera úr um hvort liðið færi á sæti á HM 2025 sem fram fer í janúar á næsta ári í Danmörku, Noregi og Króatíu.

Leikmannahópur Íslands í dag er þannig skipaður:
Markverðir:

Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (51/3).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (270/24).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (97/100).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (115/396).
Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (1/0).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (11/4).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (49/108).
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (20/21).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/137).
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (83/135).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (13/23).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (39/116).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (85/298).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (75/213).
Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (56/158).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (89/36)

Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.