A karla | Ísrael – Ísland á morgun kl. 16:00

Strákarnir okkar hafa nýtt daginn vel í Tel Aviv en í dag er þjóðhátíðardagur Ísraels og fagnar þjóðin 75 ára fullveldisafmæli sínu í dag. Liðið hélt til á hótelinu í dag sem er í úthverfi Tel Aviv, nokkrir leikmenn tefldu sín á milli, þjálfarateymið fundaði með leikmönnum, Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari meðhöndlaði þá sem þurftu endurheimt og síðan endaði dagurinn á góðri góðri æfingu í keppnishöllinni.

Leikurinn gegn Ísrael á morgun hefst 16:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.