A karla | Ísland – Grikkland í beinni á Handboltapassanum

Þegar það lá ljóst fyrir í gærmorgun að Gríska handknattleikssambandið ætlaði ekki að streyma tveimur vináttu landsleikjum Grikklands og Íslands þá hófst sú vinna hjá HSÍ að finna lausnir á þeirri stöðu. Eftir mikla vinnu við að finna réttan aðila sem gæti séð um streymi frá Aþenu í samstarfi við Símann þá náðist lending rétt í þessu. Leikirnir verða báðir í beinni útsendingu fyrir áskrifendur Handboltapassans.

Fyrri vináttuleikur Grikklands og Íslands er á morgun, föstudag kl. 14:00 og á sá síðari á laugardaginn 17:15.

Allar upplýsingar og skráningu áskriftar að Handboltapassanum má finna á https://www.handboltapassinn.is/

Áfram Ísland!!