A karla | Ísland – Eistland í kvöld kl. 19:30

Strákarnir okkar mæta liði Eistlands í Laugardalshöll i kvöld kl. 19:30 í umspili um laust sæti á HM 2025. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir leikinn í kvöld og er hann eftirfarandi:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (50/2)
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (269/22)

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (96/100)
Bjarki Már Elísson, Veszprém (114/393)
Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (0/0)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (10/3)
Elliði Viðarsson, Vfl Gummersbach (48/101)
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (19/21)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (59/129)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (82/132)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Katten Schaffjhausen (38/113
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (84/286)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (12/16)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (74/212)
Viggó Kristjánsson, Leipszig (55/155)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (88/36)

Nokkrir tugir miða eru enn til sölu á leikinn, miðasala er í gegnum https://tix.is/is/event/17349/island-eistland/

Boozt einn af aðalbakhjörlum HSÍ ætlar að blása til upphitunar í andyri Laugardalshallar frá kl. 18:00 í dag. Andlitsmálun, lukkuhjól, hraðamælingar, popp fyrir alla og margt fleira í boði. Leikurinn hefst kl. 19:30 og því tilvalið að mæta snemma og hita upp fyrir leikinn saman í boði Boozt.