A karla | Ísland – Eistland á morgun

Strákarnir okkar tóku daginn snemma í morgun og tók landsliðið fund með þjálfarateyminu í fundarsal ÍSÍ kl. 10:15 í morgun. Þar fór þjálfarateymið vel yfir síðustu leiki Eistlands og setti línurnar fyrir morgundaginn.

Kl. 11:00 byrjaði æfing hjá landsliðinu í Laugardalshöllinni. Í upphafi æfingar óskuðu strákarnir Guðna Jónsson, liðsstjóra til hamingju með afmælið. Guðni okkar er 53 ára í dag og óskar HSÍ okkar frábæra liðsstjóra til hamingju með daginn!

Umspilsleikurinn gegn Eistlandi um laust sæti HM 2025 fer fram í Laugardalshöll á morgun kl. 19:30. Boozt ætlar að bjóða stuðningsmönnum upp á upphitin í andyri Laugardalshallar frá kl. 18:00.

Rétt um 150 miðar eru eftir á leikinn en miðasöluna má finna hér: https://tix.is/is/event/17349/island-eistland/

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.