A karla | Hópurinn gegn Tékklandi í dag

Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfarar hafa valið þá 16 leikmenn sem mæta Tékklandi í dag í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst hann kl. 16:00, uppselt er á leikinn en hann verður að sjálfsögðu í beinni á RÚV.

Upphitun fyrir leikinn hefst á Minigarðinum, Skútuvogi 2 kl. 13:00, Sérsveitin stuðningssveit HSÍ mætir á svæðið og keyrir upp stemninguna, andlitsmálun verður í boði og 20% HSÍ afsláttur verður af öllum veitingum og minigólfi (nema öðrum tilboðum og pílunni) fyrir leik.

Krakkarnir sem mæta í Minigarðinn fá nammi poka frá Nóa Sírus frítt meða birgðir endast.

Logi Geirsson mætir í Minigarðinn kl. 14:00 og fer yfir leik Íslands og Tékklands.

Lið Íslands í dag er þannig skipað:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (253/21)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (44/1)

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (80/80)
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (165/635)
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (100/344)
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (32/51)
Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (16/19)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (61/146)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (48/104)
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (67/104)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (25/82)
Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (58/157)
Stiven Tobar Valencia, Valur (1/0)
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (32/30)
Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (42/104)
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (73/35)

Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals hvílir í dag.