A karla | Grikkland – Ísland kl. 14:00

Fyrri vináttuleikur Grikklands og Íslands í Aþenu fer fram í dag og hefst leikurinn kl. 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu fyrir áskrifendur Handboltapassans. Allar upplýsingar og skráningu áskriftar að Handboltapassanum má finna á https://www.handboltapassinn.is/

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari verður með alla 18 leikmenn Íslands á skýrslu í dag og eru því þrír leikmenn að leika sína fyrstu A landsleiki fyrir Íslands hönd. Það eru Andri Már Rúnarsson, SC Leipzig og bræðurnir Arnór Snær Óskarsson, Vfl Gummersbach og Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.

Leikmanna hópur Íslands er þannig skipaður:
Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (48/2)
Björgvin Páll Gústavsson, Val (267/22)
Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, SC Leipzig (0/0)
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (94/98)
Arnór Snær Óskarsson, Vfl Gummersbach (0/0)
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val (0/0)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (8/0)
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (46/97)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (75/171)
Haukur Þrastarson, Industria Kielce (31/42)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (80/130)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (36/104)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (82/280)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (10/9)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (72/207)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (15/11)
Viggó Kristjánsson, Leipzig (53/149)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (86/36)

Áfram Ísland!!