A karla | Góðir dagar í Grikklandi

Strákarnir okkar njóta lífsins í Aþenu í undirbúningi þeirra við tvo vináttulandsleiki gegn Grikkjum á morgun og á laugardaginn. Hópurinn hefur æft vel undir stjórn Snorra Steins og Arnórs Atlasonar og er liðið á æfingu þessa stundina. Liðinu fylgja tveir sjúkraþjálfarar þeir Jón Birgir Guðmundsson og Jón Gunnar Kristjánsson sem sjá um alla meðhöndlun á leikmönnum.

Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15.