A karla | Fyrstu æfingu ársins lokið

Strákarnir okkar komu saman til æfinga í morgun eftir tveggja daga frí frá æfingum yfir áramótin.

Þjálfarateymið byrjaði daginn á stuttum fundi og síðan var haldið á parketið. Landsliðið heldur af landi brott á föstudaginn en í dag eru 10 dagar í fyrsta leik á EM.