A karla | Fyrsti landsleikur Stiven Tobar Valencia

Stiven Tobar Valencia spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar Tékkland og Ísland áttust við í undankeppni fyrir EM 2024 á miðvikudaginn s.l.

Stiven hefur leikið gríðarlega vel með liði Vals en hann spilar í vinstra horni ásamt því að geta spilað bakvörð í vörn.

Íslenska landsliðið tekur á móti Tékklandi á sunnudaginn n.k. klukkan 16:00 í stútfullri Laugardalshöll!

Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur á RÚV

Styðjum strákana okkar!