A karla | Fyrsta æfing í Grikklandi

Strákarnir okkar skiluðu sér seint í gærkvöldi til Aþenu en liðið leikur þar tvo vináttuleiki á föstudag og laugardag. Liðið æfði saman í morgun undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Arnórs Atlasonar sem þurftu að gera þrjár breytingar á leikmannahópnum í aðdraganda verkefnissins.

18 manna hópur Íslands er þannig skipaður:
Markverðir:
Áúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (48/2)
Björgvin Páll Gústavsson, Val (267/22)

Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, SC DHfK Leipzig (0/0)
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (94/98)
Arnór Snær Óskarsson, Vfl Gummersbach (0/0)
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val (0/0)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (8/0)
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (46/97)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (75/171)
Haukur Þrastarson, Industria Kielce (31/42)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (80/130)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (36/104)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (82/280)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (10/9)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (72/207)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (15/11)
Viggó Kristjánsson, Leipzig (53/149)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (86/36)