A karla | Dregið í riðla fyrir HM 2025 í dag

Strákarnir okkar tryggðu sér nýverið sæti á HM 2025 með því að leggja Eistlandi að velli heima og að heiman. HM 2025 fer fram í janúar í Danmörku, Noregi og Króatíu en dregið verður í riðla í dag kl. 17:30

Ísland er í 2. styrkleikaflokki í drættinum en riðlakeppnin fer fram á eftirfarandi stöðum: Herning í Danmörku eru riðlar A g B, riðill C verður spilaður í Porec í Króatíu, D riðill í Varazdin í Króatíu, Í Osló verða spilaðir riðlar E og F og í Zagreb í Króatíu verða spilaðir riðlar G og H.

Þar sem Ísland er í 2. styrkleikaflokki þá geta þeir ekki lent í riðli C með Austurríki eða riðli H með Króatíu þar sem þau lið eru einnig í 2. styrkleikaflokki.

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:
1. styrkleiki: Danmörk, Frakkland, Svíþjóð, Þýskaland, Ungverjaland, Slóvenía, Noregur og Egyptaland.
2. styrkleiki: Ísland, Portúgal, Króatía, Austurríki, Holland, Spánn, Ítalía og Tékkland
3. styrkleiki: Pólland, Norður Makedónía, Qatar, Brasilía, Argentína, Kúba, Japan og Alsír.
4. styrkleiki: Bahrain, Túnis, Chile, Kuwait, Grænhöfðaeyjar, Bandaríkinn og Sviss.

Bandaríkinn og Sviss voru hand valinn af IHF til þáttöku í mótinu.

Drættinum verður streymt á Youtube rás IHF og hefst hann kl. 17:30 að íslenskum tíma.