A karla | Dregið í riðla EM 2024 í dag

Dregið verður í riðla í dag í Düsseldorf fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í janúar í Þýskalandi. Strákarnir okkar eru í efsta styrkleikaflokki í drættinum en alls taka 24 þjóðir þátt í Evrópumótinu. Hægt er að fylgjast með drættinum sem hefst 15:45 í beinni útsendingu á RÚV.is og á youtube rás EHF á eftirfarandi slóð: https://www.youtube.com/watch?v=ZP_Fo2aug5I

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:
1: Ísland. Svíþjóð, Spánn, Danmörk, Frakkland og Noregur.
2: Þýskaland, Holland, Slóvenía, Ungverjaland, Portúgal og Austurríki.
3: Króatía, Bosnía Herzegóvína, Pólland, Tékkland, Serbía og Norður Makedónía.
4: Færeyjar, Sviss, Rúmenía, Svartfjallaland, Grikkland og Georgía.

Ísland getur ekki dregist gegn öðrum liðum í 1. styrkleikaflokki og jafnframt getur liðið ekki dregist gegn Þýskalandi eða Króatíu.

Ísland mun leika sína leiki í riðlakeppninni í Munchen en leikið verður 12., 14. og 16. janúar og hefst miðasalan fyrir stuðningsmenn Íslands á næstu dögum.