A karla | Breytingar á landsliðshóp

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á A landsliði karla sem heldur á morgun til Grikklands. Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu og Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg hafa dregið út úr leikmannahópnum og koma í þeirra stað þeir Benedikt Gunnar Óskarsson, Val og Andri Rúnarsson, Leipzig.