Ein breyting hefur orðið á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Portúgal og HM í Egyptalandi.

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla á hné.

Eftir læknisskoðun hjá læknum landsliðsins er það ljóst að Aron verður ekki leikfær nú í janúar.

Ekki hefur verið kallað á annan leikmann að svo stöddu.