A karla | 18 manna leikmannahópur Íslands fyrir EM

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 18 leikmenn sem halda af landi brott á morgun en Ísland leikur tvo vináttulandsleiki gegn Austurríki í undirbúningi liðsins fyrir EM.  Fyrri vináttuleikurinnn fer fram í Vínarborg 6. janúar og síðari leikurinn í Linz 8. janúar, leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Íslenski hópurinn heldur til Munchen 10. Janúar, þar leikur liðið í C-riðli EM 2024 og leikjadagskrá liðsins eftirfarandi:
12. jan kl. 17:00 Ísland – Serbía
14. jan kl. 17:00 Svartfjallaland – Ísland
16. Jan kl. 19:30 Ísland – Ungverjaland

Leikmannahópur Íslands er þannig skipaður:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (258/21)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1)

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94)
Aron Pálmarsson, FH (168/644)
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (105/365)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0)
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (37/68)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113)
Haukar Þrastarson, Barlinek Industria Kielce (23/28)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114)
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix Université Club Handball (29/60)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/354)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (63/172)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6)
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (44/114)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (76/35)