Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik kvenna fór afar vel af stað í for­keppni heims­meist­ara­móts­ins í hand­knatt­leik. Íslenska liðið vann það ít­alska með níu marka mun, 26:17, í fyrri viður­eign­inni í Chieti á Ítal­íu eft­ir að hafa verið fimm mörk­um yfir í hálfleik, 13:8. Liðin mæt­ast á nýj­an leik í Laug­ar­dals­höll á sunnu­dag­inn klukk­an 16.

Íslenska landsliðið var mikið betra í leikn­um frá upp­hafi til enda. Það náði strax yf­ir­hönd­inni, 5:3, og 8:4, og lét for­skot sitt aldrei af hendi. Eft­ir að hafa verið fimm mörk­um yfir í hálfleik þá bætti ís­lenska landsliðið í þegar á leið síðari hálfleik.

Eft­ir því sem næst verður kom­ist var varn­ar­leik­ur ís­lenska landsliðsins framúrsk­ar­andi og þá mun Flor­ent­ina Stanciu markvörður hafa farið á kost­um og varið 28 skot.

Mörk Íslands: Kar­en Knúts­dótt­ir 9, Ásta Birna Gunn­ars­dótt­ir 3, Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir 3, Arna Sif Páls­dótt­ir 2, Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir 2, Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir 2, Ramu­ne Pek­ar­skyte 2, Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir 1, Birna Berg Har­alds­dótt­ir 1, Sunna Jóns­dótt­ir 1.

Þar með er ís­lenska liðið komið með tvö stig í riðlin­um eft­ir einn leik. Ítal­ía er efst með fjög­ur stig eft­ir þrjá leiki. Makedón­ía rek­ur lest­ina án stiga eft­ir tvær viður­eign­ir.



Tekið af mbl.is.