U-16 kvenna | Jafntefli við Noreg í fyrsta leik

Stelpurnar okkar léku í dag gegn Noregi á European Open í Gautaborg. Leikurinn var í járnum fyrstu fimmtán mínútur leiksins en eftir það náðu íslensku frumkvæðinu en norsku stelpurnar áttu góðan endasprett og jöfnuðu í síðustu sókn hálfleiksins. Staðan í hálfleik var 10-10.

Síðari hálfleikur hélt áfram að þróast svipað. Ísland leiddi nær allan seinni hálfleikinn. Um miðjan hálfleikinn var íslenska liðið komið 4 mörkum yfir. Líkt og í fyrri hálfleik átti norska liðið góðan endasprett og náðu þær að jafna í lokinn. Lokastaða var 20-20.

Margt jákvætt í leik Íslands í dag, vörn og markvarsla liðsins var frábær og sóknareikurinn var agaður.

Markaskor Íslands:
Lydía Gunnþórsdóttir 7, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Rakel Dóróthea Ágústsdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 2, Ester Amíra Ægisdóttir 1 og Arna Karítas Eiríksdóttir 1 mark.

Ingunn María Brynjarsdóttir átti stórleik í markinu með 17 bolta varða eða 46% markvörslu.

Næsti leikur liðsins er seinna í dag en þá leika stelpurnar við Portugal og hefst leikurinn kl. 16:00 á íslenskum tíma.

Á myndinni má sjá Ingunni Maríu Brynjarsdóttur og Lýdíu Gunnþórsdóttur sem léku vel fyrir íslenska liðið í leiknum.