Mótamál | Breytingar á mótahaldi í 6. ka & kv

Mótanefnd hefur ákveðið að breyta dagsetningu á 5. móti í 6.fl. yngri, bæði hjá drengjum og stúlkum. Til stóð að mótið færi fram helgina 13. – 15. maí en hefur nú verið fært til 20. – 22. maí. Mótið fer fram á Akureyri í umsjón KA og Þórs. Jafnframt er búið að tímasetja mót í 6.ka&kv. eldri sem frestað var í nóvember vegna Covid-takmarkanna, það fer fram sömu helgi á Akureyri.

Ekki var hægt að halda bæði mótin helgina 13.-15. maí og var því gripið til þess að færa mótin aftur um eina viku.

Það verður því sannkölluð handboltaveisla fyrir alla iðkendur í 6.fl. á Akureyri í maí, kjörið tækifæri til að ljúka keppnistímabilinu með frábærri ferð sem börnin gleyma seint.