58. Ársþing HSÍ var haldið í dag 22. apríl 2015. Þingstörf gengu mjög vel fyrir sig.

Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþinginu. 

Velta sambandsins á árinu var 218.227.192.- Hagnaður ársins er 784.996.- . Þess má geta að eigið fé sambandsins er jákvætt um 6.492.721.- 

Kosið var um formann HSÍ og var Guðmundur B. Ólafsson endurkjörinn formaður.

Kosið var um 4 stjórnarmenn til tveggja ára en það eru: Davíð B. Gíslason, Hjalti Þór Hreinsson, Hjördís Guðmundsdóttir og Vigfús Þorsteinsson.

Kosið var um 3 varamenn til eins árs en það voru þau Gunnar Gíslason, Hannes Karlsson og Þorgeir Haraldsson. 

Ásta Óskarsdóttir og Þorgeir Jónsson létu af störfum úr stjórn HSÍ og vill sambandið sérstaklega þakka þeim óeigingjarnt starf á liðnum árum.