Að venju hefur Aron Kristjánsson valið 28 manna hóp fyrir EM í Póllandi. Æfingahópur Íslands verður tilkynntur á næstu dögum, en endalegur 16 manna hópur fyrir EM verður valinn á rétt fyrir mót.

Æfingar A landsliðs karla hefjast 29. desember og spila strákarnir við Portúgal í Höllinni 6. og 7. janúar. Föstudaginn 8. janúar heldur liðið til Þýskalands þar sem lokaundirbúningur liðsins fer fram og verða m.a. spilaðir tveir leikir Þjóðverja.

Meðfram æfingum A landsliðs karla hérna heima æfa líka B landsliðið og u20 karla.

28 manna hópur Íslands:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Daníel Freyr Andrésson, Sonderjyske

Hreiðar Leví Guðmundsson, Akureyri

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein Neckar Löwen

Arnar Freyr Arnarsson, Fram

Arnór Atlason, St. Rafael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarsson, MKB Veszprém KC

Árni Steinn Steinþórsson, Sonderjyske

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten

Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy

Guðmundur Hólmar Helgason, Valur

Janus Daði Smárason, Haukar

Kári Kristján Kristjánsson, IBV

Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad

Róbert Aron Hostert, Mors-Thy

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf

Sigurbergur Sveinsson, Tvis Holstebro

Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein Neckar Löwen

Tandri Már Konráðsson, Ricoh

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS