A kvenna | Leikdagur í Búdapest

Stelpurnar okkar leika í dag síðari umspilsleik sinn gegn Ungverjum um laust sæti á HM 2023. Fyrri viðureign liðanna endaði með 21 – 25 sigri Ungverja en það lið sem vinnur einvígið tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu.

Leikið er í Érd Arena rétt fyrir utan Búdapest og tekur höllinn um 2200 áhorfendur og Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ er mætt á svæðið til að styðja stelpurnar okkar. Leikurinn hefst 16:15 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Hópur Íslands í dag er þannig skipaður:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1)
Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77)
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2)
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243)
Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350)