Í dag lauk keppni í 1. deild kvenna með sigri Fjölnis úr Grafarvogi.

Í Dalhúsum var spilaður úrslitaleikur um 1. sætið í deildinni en þar mættust Fjölnir og KA/Þór. Eftir æsispennandi leik voru það Fjölnisstúlkur sem unnu 28-26 og tryggðu sér þar með sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.

Þá er einnig ljóst hvaða lið mætast í umspili um laust sæti í Olísdeildinni, en þar spila lið í 7. sæti Olísdeildarinnar ásamt liðum í 2. – 4. sæti í 1. deildinni.Í undanúrslitum umspilsins mætast:

Selfoss – HK

KA/Þór – FH

 

Fyrstu leikir umspilsins fara fram 19. og 20. apríl, vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit.