Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld í umspili um laust sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili.

Um er að ræða liðin sem lentu í 2. – 5. sæti 1.deildar karla í vetur. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í úrslitaviðureignina.

Leikir kvöldsins:kl. 19.30        Fjölnir – HK                        Dalhús

kl. 19.30        Selfoss – Þróttur                Selfoss

Næsta umferð umspilsins er sunnudaginn 17. apríl.