Leikur 3 á milli Fjölnis og Selfoss í umspili um sæti í Olísdeild karla fer fram í kvöld klukkan 19.30 í Dalhúsum. Fjölnir leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér Olísdeildarsætið með sigri.

 Tímabilið 2006/07 léku bæði lið í efstu deild sem hét þá DHL deildin. Reyndar voru léku Fjölnismenn sem sameinað lið með Víkingum, Víkingur/Fjölnir. Tveir af máttastólpum Fjölnis í dag spiluðu þarna með Víkingi/Fjölni í efstu deild en það eru Brynjar Loftsson og Sveinn Þorgeirsson.

 Hjá Selfossi spiluðu þarna Atli Kristinsson, Birkir Fannar Bragason og Rúnar Hjálmarsson en þeir eru einnig leikmenn liðsins í dag. Það varð hlutskipti beggja liða að falla þetta tímabilið. Selfoss léku aftur í efstu deild tímabilið 2010/11 en féllu aftur og hafa verið í 1. deild síðan. Það tímabil léku núverandi leikmenn liðsins, þeir Atli Kristinsson, Birkir Fannar Bragason og Helgi Hlynsson með Selfossi í efstu deild. Einnig lék Matthías Örn Halldórsson með Selfossi þetta tímabil í efstu deild en hann er í dag leikmaður Fjölnis.

 

Markahæstu leikmenn Selfoss í 1.deild 2015/16:

Andri Már Sveinsson     118 mörk í 21 leik

Elvar Örn Jónsson           109 mörk í 19 leikjum

Teitur Örn Einarsson      96 mörk í 17 leikjum

Þessir þrír leikmenn skoruðu 323 af þeim 617 mörkum sem liðið skoraði í deildinni í ár, eða 52% marka liðsins. Þess má geta að Atli Kristinsson lék 11 leiki með Mílunni og skoraði í þeim 99 mörk, skipti svo yfir í Selfoss og skoraði þar 26 mörk í 8 leikjum.

 

Markahæstu leikmenn Fjölnis 1. deild í  2015/16

Björgvin Páll Rúnarsson                134 mörk í 21 leik

Kristján Örn Kristjánsson             103 mörk í 21 leik

Brynjar Loftsson                              61 mark í 21 leik

Þessir þrír leikmenn skoruðu 298 af þeim 612 mörkum sem liðið skoraði í heildina í ár, eða 48% marka liðsins. Ingvar Kristinn Guðmundsson, markvörður liðsins, er næst markahæsti markmaður deildarinnar með 2 mörk.