Umspilsleikir í 1. deild karla á milli Fjölnis og Selfoss um laust sæti í Olísdeildinni eru í fullum gangi.

Liðin hafa leikið í sömu deild frá árinu 2011 og hafa mætt hvoru öðru tuttugu sinnum bæði í deild,bikar og í umspilsleikjum á þessum tíma.

Hér er samantekt um gengi liðanna gegn hvor öðru frá 2011. Fjölnir hefur sigrað 8 leiki, liðin hafa skilið jöfn einu sinni en Selfoss hefur sigrað 11 leiki.

Til gamans má geta að markatala liðanna úr leikjunum tuttugu er Fjölnir – Selfoss 442 – 569.  Einnig má benda á það að Fjölnir hefur sigrað Selfoss í síðustu 6 viðureignum liðanna.

Fjölnir er 1-0 yfir í umspilinu um sæti í Olísdeildinni en liðin mætast á Selfossi í kvöld klukkan 19.30.


Selfoss TV sýnir leikinn í beinni útsendingu.

Hér má sjá viðureignir þessara liða frá árinu 2011 til dagsins í dag.Umspil 2015/16

Fjölnir – Selfoss
33-30*

*Leikur 1

Coca Cola bikarinn 2015/16

Fjölnir – Selfoss
29-24

1.deild 2015/16

Fjölnir – Selfoss
29-21

Selfoss – Fjölnir
26-28

Fjölnir – Selfoss
28-25

Umspil 1.deild undanúrslit 2015*

Fjölnir – Selfoss
        28-25

Selfoss – Fjölnir
24-20

Fjölnir – Selfoss
24-23

*Fjölnir lék til úrslita gegn Víkingi og beið lægri hlut 3-2

1.deild 2014/2015

Selfoss – Fjölnir
29-22

Fjölnir – Selfoss
23-23

Fjölnir – Selfoss
25-18

1.deild 2013/2014

Fjölnir – Selfoss
25-33

Selfoss – Fjölnir
29-23

1.deild 2012/2013

Selfoss – Fjölnir
27-21

Fjölnir – Selfoss
18-27

Selfoss – Fjölnir
33-18

1.deild 2011/12

Fjölnir – Selfoss
19-26

Selfoss – Fjölnir
37-19

Fjölnir – Selfoss
19-28

Selfoss – Fjölnir
28-16