U17 kvenna | Mikilvægur sigur á Noregi
Stelpurnar í U17 kvenna unnu flottann sigur á Noregi og eru búnar að tryggja sig í undanúrslit á Ólimpíuhátíð Evrópu æskunnar.
Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en stelpurnar náðu um miðjan fyrri hálfleik 5 marka mun en því miður náði Noregur að klóra í bakkann og staðan í hálfleik 13 -12 fyrir Íslandi.
Seinni hálfleikurinn byrjaði af krafti og stelpurnar náðu 4 marka mun á fyrstu 10 mínútunum og héldu þeirri forustu nánast allan leik og úr var 5 marka sigur 30 – 25!
Frábærir tveir leikir búnir og geggjuð liðsheild!
Markaskor Íslands í leiknum:
Ebba Guðríður Ægisdóttir 7 mörk
Eva Steinssen 5 mörk
Vigdís Arna Hjartardóttir 3 mörk
Tinna Ósk Gunnarsdóttir 3 mörk
Laufey Helga Óskarsdóttir 3 mörk
Eva Lind Tyrfingsdóttir 3 mörk
Agnes Lilja Styrmisdóttir 3 mörk
Roksana Jaros 2 mörk
Hekla Sóley Halldórsdóttir 1 mark
Í markinu varði Danijela Björnsdóttir 17 skot.
Í dag, miðvikudag, leikur liðið síðasta leik sinn í riðlinum þegar liðið mætir Sviss kl. 16:15 en eins og áður eru allir leikir mótins sýndir í beinni útsendingu á vefsíðunni ehftv.com án endurgjalds. Það eina sem áhorfendur þurfa að gera er að skrá sig sem notanda.