U17 kvenna | Erfiður leikur á móti Sviss

Seinasti leikur riðlakeppninnar reyndist erfiður fyrir stelpurnar en það kom ekki að sök því undanúrslitasætið var klárt fyrir leik.

Fyrri hálfleikurinn var strembinn þar sem mistök voru dýrkeypt og Sviss náði forystu fljótlega í hálfleik var staðan 15 – 10.

Fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik voru góðar en Sviss var sterkari á öllum sviðum í dag sem endaði með sigri þeirra 34-21.

Næst er það frídagur en hann verður nýttur vel í að fara yfir hlutina og ná í orku fyrir næstu leik.

Næsti leikur er á föstudaginn í undanúrslitum við Þýskaland kl:14.00 á íslenskum tíma.

Mörk Íslands: Agnes Lilja Styrmisdóttir 5, Alba Mist Gunnardóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 3, Ebba Guðríður Ægisdóttir 2, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Eva Steinsen Jónsdóttir 1, Guðrún Ólafía Marinósdóttir 1, Klara Káradóttir 1, Laufey Helga Óskarsdóttir 1, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1 og Vigdís Arna Hjartardóttir 1.

Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 7.