Strákarnir okkar í U17 ára landsliðinu mættu Norður- Makedóníu í lokaleiknum í riðlakeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í gærkvöldi.
Heimamenn byrjuðu betur en það voru okkar strákar sem höfðu tveggja marka forskot í hálfleik 15-13.
Síðari hálfleikur var virkilega vel leikinn af okkar hálfu og flottur níu marka sigur þegar lokaflautið gall 36-27.
Markaskor Íslands
Alex Unnar Hallgrímsson 6 mörk, Kári Steinn Guðmundsson og Logi Finnsson skoruðu 5 hvor, Ragnar Hilmarsson og Ómar Darri Sigurgeirsson skoruðu 4, Örn Kolur Kjartansson 3, Kristófer Tómas Gíslason, Freyr Aronsson, Anton Frans Sigurðsson og Gunnar Róbertsson skoruðu 2 og Bjarki Snorrason skoraði 1.
Í markinu stóð Sigurmundur Gísli Unnarsson allan tímann og varði 19 skot, þar af 3 vítaköst.
Í dag er frídagur hjá strákunum en á föstudaginn mæta þeir Ungverjum í undanúrslitum mótsins. Sá leikur fer fram kl. 14:00. Nánar að því síðar.