U17 karla | Stórsigur á Spánverjum

Strákarnir í U17 ára landsliði karla mættu Spánverjum í fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Leiknum lauk rétt í þessu. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir okkar voru virkilega vel undirbúnir og leikurinn fór samkvæmt því. Strákarnir komust í 8-2 þegar 15 mínútur voru búnar af leiknum. Spánverjar minnkuðu muninn og staðan í hálfleik var 12-8.

Leikurinn var í jafnvægi fyrstu mínútur síðari hálfleiks en eftir það stigu okkar strákar á bensíngjöfina og litu ekki við öxl. Lokastaðan var 31-19.

Markaskor Íslands í leiknum: Gunnar Róbertsson 9 mörk, Freyr Aronsson 6, Ómar Darri Sigurgeirsson 3 Alex Unnar Hallgrímsson 2, Anton Frans Sigurðsson 2, Bjarki Snorrason 2, Kristófer Tómas Gíslason 2, Matthías Dagur Þorsteinsson 2, Patrekur Smári Arnarsson 2 og Örn Kolur Kjartansson 1.

Í markinu varði Anton Máni Francisco Heldersson 12 skot og Sigurmundur Gísli Unnarsson 4 skot.

Það er stuttur tími til að fagna sigrinum því á í dag mæta strákarnir Króötum kl. 14:00. Allir leikir mótins eru sýndir í beinni útsendingu á vefsíðunni ehftv.com án endurgjalds. Það eina sem áhorfendur þurfa að gera er að skrá sig sem notanda.